Samvinnufélög (rekstrarumgjörð)

Fimmtudaginn 26. apríl 2001, kl. 14:53:38 (6887)

2001-04-26 14:53:38# 126. lþ. 113.1 fundur 448. mál: #A samvinnufélög (rekstrarumgjörð)# frv. 22/2001, JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 113. fundur, 126. lþ.

[14:53]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Ríkisskattstjóri hefur vakið athygli á því að með lögfestingu þessa frv. sé verið að afhenda félagsaðilum samvinnufélaga endurgjaldslaust verðmæti úr samvinnufélögunum sem þeir hafa aldrei átt tilkall til samkvæmt lögum um samvinnufélög. Samkvæmt almennum reglum skattalaga sé þessi afhending tekjur sem greiða ber skatt af, þær séu að hluta til orðnar af óskattlögðum tekjum viðkomandi félags.

Í ákvæði til bráðabirgða flytur minni hlutinn brtt. til þess að freista þess að lagfæra þessa óréttlátu og óeðlilegu skatta\-ívilnun, en með vísan til nál. minni hlutans að öðru leyti, mun ég sitja hjá við afgreiðslu þessa máls.