Meðferð opinberra mála

Fimmtudaginn 26. apríl 2001, kl. 16:01:16 (6894)

2001-04-26 16:01:16# 126. lþ. 113.6 fundur 367. mál: #A meðferð opinberra mála# (opinber rannsókn) frv. 27/2001, Frsm. minni hluta LB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 113. fundur, 126. lþ.

[16:01]

Frsm. minni hluta allshn. (Lúðvík Bergvinsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég geri mér ekki alveg grein fyrir því hvort ég eigi að leggjast svo lágt að svara svona fyrirspurn. (Gripið fram í.) Ef hv. þm. gerir sér hins vegar ekki grein fyrir muninum á því að einn einstaklingur fari með þetta vald (Gripið fram í.) eða lýðræðislega kjörin samkoma þá endar sú umræða hvergi. Það þýðir ekkert að halda henni áfram. Af því að hv. þm. vitnaði til ræðu minnar við 1. umr., þá er hitt að við skoðun uppgötvaði ég einfaldlega að það er gersamleg fásinna að leggja þetta til með þessum hætti. Það kom fram í máli mínu, virðulegi forseti.