Meðferð opinberra mála

Fimmtudaginn 26. apríl 2001, kl. 16:52:29 (6910)

2001-04-26 16:52:29# 126. lþ. 113.6 fundur 367. mál: #A meðferð opinberra mála# (opinber rannsókn) frv. 27/2001, GÁS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 113. fundur, 126. lþ.

[16:52]

Guðmundur Árni Stefánsson (andsvar):

Herra forseti. Mér er létt. Það voru aðrar afturgöngur. En í fullri alvöru talað vil ég að það komi fram strax við þessa umræðu að sá sem hér stendur væri fyrstur manna til að liðka fyrir því kæmi fram þáltill. frá hæstv. ráðherra, ef brtt. okkar yrði samþykkt, vel rökstudd og gerð grein fyrir henni um að gera úttekt og athugun á þessum nefndu málum, þá mundi ég liðka fyrir því og greiða því atkvæði mitt þannig að það sé alveg skýrt. Mér sýnist á öllu að upphaf þessa máls megi rekja til erinda sem tiltekinn hæstaréttarlögmaður í umboði aðila í þessum nefndu málum hefur farið fram á.

Ég sé út af fyrir sig ekki ástæðu til að eiga orðastað í einhverjum skeytastíl við hæstv. ráðherra. Þetta mál er það alvöruþrungið, herra forseti, að ég verð að gera það í heildstæðu máli hér á eftir.