Áhafnir íslenskra farþegaskipa og flutningaskipa

Fimmtudaginn 26. apríl 2001, kl. 18:17:00 (6920)

2001-04-26 18:17:00# 126. lþ. 113.10 fundur 348. mál: #A áhafnir íslenskra farþegaskipa og flutningaskipa# (heildarlög) frv., JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 113. fundur, 126. lþ.

[18:17]

Jón Bjarnason (andsvar):

Herra forseti. Þó það komi ekki beint inn á það hér þá teldi ég það í hæsta máta eðlilegt að þessi skóli heyrði undir samgrn. Þetta er sérskóli og fjallar um sérnám með beinni skírskotun. Það væri þess vegna eðlilegt.

Hins vegar er það ekki nauðsynlegt til að uppfylla þá ábyrgð og þær skyldur sem þarna er um að ræða, að menntmrh. getur borið á þeim rekstrarlega ábyrgð en alls staðar út í gegn í lögunum er Siglingastofnun hinn faglegi ábyrgðaraðili. Í þessari lagagrein er það hreinlega formsatriði þar sem sagt er að menntmrn. hafi eftirlit með námskrá sjómannaskóla og svona nokkuð. Það er hvort eð er undirstrikað að Siglingastofnun Íslands hefur eftirlit með að nám við sjómannaskóla uppfylli kröfur alþjóðasamninga.

Nám og námskrá er í rauninni aðeins sitthvort orðið yfir sama hlutinn, það er bara sett upp hvort frá sínu sjónarhorninu. En menntmrn. hefði getað haft umsagnarrétt og tryggt þannig að námið fylgi hinni almennu menntaskipan. Ég tel því að þarna ætti að snúa við.

Þetta þarf ekki beint að koma að því að Sjómannaskólinn fari undir samgrn. Þetta getur vel staðið svona þess vegna þó ég teldi það í sjálfu sér vera hinn eðlilegasta hlut en ég ætla ekki að gera það að umtalsefni beint í umfjöllun um þessi lög.