Áhafnir íslenskra farþegaskipa og flutningaskipa

Fimmtudaginn 26. apríl 2001, kl. 19:13:31 (6935)

2001-04-26 19:13:31# 126. lþ. 113.10 fundur 348. mál: #A áhafnir íslenskra farþegaskipa og flutningaskipa# (heildarlög) frv., GHall (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 113. fundur, 126. lþ.

[19:13]

Guðmundur Hallvarðsson (andsvar):

Herra forseti. Síðasti ræðumaður kom inn á þrá ungmenna eftir því að vera í heimabyggð sinni með félögum sínum. Sé litið til námsvals 16 ára nemenda sem skráðu sig til náms í framhaldsskóla haustið 1999 voru tæp 79% nemenda skráð í bóknám eða listnám. Rúm 21% skráðu sig í starfsnám og þar af tæp 7% í löggiltar iðngreinar. Málið er víðfemt. Stórkostlegur vandi blasir við íslenskum iðngreinum ef ekki verður gert eitthvað í málinu.