Dagskrá fundarins

Föstudaginn 27. apríl 2001, kl. 10:55:36 (6963)

2001-04-27 10:55:36# 126. lþ. 114.93 fundur 494#B dagskrá fundarins# (um fundarstjórn), GÁS
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 126. lþ.

[10:55]

Guðmundur Árni Stefánsson:

Ég vil þá að gefnu tilefni, herra forseti, af því að forseti virðist hafa hafnað beiðni minni um að taka þetta mál út af dagskrá þó að hún hafi verið fyllilega rökstudd, spyrja hæstv. forseta hvenær málið komi á dagskrá og biðja hæstv. forseta nú þegar að gera ráðstafanir til að hæstv. dómsmrh. verði viðstaddur umræðuna alla þá klukkutíma sem hún stendur og frá upphafi og gera ráðstafanir til þess strax. Hún var ekki viðstödd efnisumræðu við 2. umr. máls sem er lágmarkskrafa. Af þeim ástæðum er ég að spyrja um það hvenær hæstv. forseti væntir þess að sú umræða fari fram fyrst hann vill ekki verða við ósk minni um að taka þetta mál út af dagskrá.