Ávana- og fíkniefni

Föstudaginn 27. apríl 2001, kl. 11:05:26 (6968)

2001-04-27 11:05:26# 126. lþ. 114.16 fundur 630. mál: #A ávana- og fíkniefni# (óheimil efni) frv., heilbrrh.
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 126. lþ.

[11:05]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson):

Herra forseti. Ég vil þakka þeim nefndarmönnum úr heilbr.- og trn. sem hafa talað hér fyrir góðar undirtektir við málið og hlýjar óskir í minn garð.

Það er rétt hjá hv. 5. þm. Austurl. að þetta frv. gengur ekki það langt að taka tóbakið inn á þennan lista. Hins vegar er mikilvægt mál til meðferðar í nefndinni, þ.e. frv. til laga um tóbaksvarnir, sem ég veit að nefndarmenn eru að vinna að af mikilli alúð og samviskusemi. Ég tel að það muni verða til mikilla bóta þegar það nær fram að ganga.

Að öðru leyti ætla ég ekki bæta í þessa umræðu, en endurtek þakkir mínar fyrir undirtektir við málið.