Almenn hegningarlög

Föstudaginn 27. apríl 2001, kl. 11:22:23 (6973)

2001-04-27 11:22:23# 126. lþ. 114.12 fundur 313. mál: #A almenn hegningarlög# (fíkniefnabrot) frv. 32/2001, ÁMöl (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 126. lþ.

[11:22]

Ásta Möller (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Nú eru hlutirnir farnir að snúast við. Ég man ekki betur en að fyrir nokkrum mínútum hafi sami þingmaður, hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon, gert athugasemdir við að fólk væri ekki hér í salnum. Nú er hann farinn að verja það að fólk sé fyrir utan salinn. Það verður nú að vera eitthvert samræmi í málflutningi hv. þm.