Meðferð opinberra mála

Föstudaginn 27. apríl 2001, kl. 13:36:19 (6998)

2001-04-27 13:36:19# 126. lþ. 114.1 fundur 367. mál: #A meðferð opinberra mála# (opinber rannsókn) frv. 27/2001, LB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 126. lþ.

[13:36]

Lúðvík Bergvinsson:

Virðulegi forseti. Hér er lagt til að gerð verði bragarbót á þeirri tillögu eða því frv. sem liggur fyrir af hálfu ríkisstjórnarinnar. Í fyrsta lagi er komið í veg fyrir að hluti ákæruvalds sé færður til hæstv. dómsmrh. með þeirri hættu sem af því kann að hljótast. Í öðru lagi er lagt til að í tilvikum þar sem mál sem eru fyrnd eru endurupptekin sé ekki um að ræða beina lögreglurannsókn því það felur í sér ákveðinn sakaráburð. Því leggjum við til að hér sé opnað á að mál séu endurupptekin en um leið tryggt að slíkir vankantar á þeirri málsmeðferð séu ekki til staðar. Því segi ég já, virðulegi forseti.