Meðferð opinberra mála

Föstudaginn 27. apríl 2001, kl. 13:38:53 (7000)

2001-04-27 13:38:53# 126. lþ. 114.1 fundur 367. mál: #A meðferð opinberra mála# (opinber rannsókn) frv. 27/2001, BH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 126. lþ.

[13:38]

Bryndís Hlöðversdóttir:

Herra forseti. Samfylkingin telur nauðsynlegt að unnt sé að taka upp mál á borð við Guðmundar- og Geirfinnsmálin þar sem verulegar, alvarlegar ábendingar hafa komið fram um að rannsókn eða meðferð máls hafi verið áfátt. Slíkur öryggisventill er nauðsynlegur til að unnt sé að fá hið sanna fram þegar réttarvörslukerfið lítur út fyrir að hafa brugðist.

Við ítrekum mikilvægi þess að veita slíka heimild, herra forseti, en við teljum óeðlilegt að fela dómsmrh. einum að meta þetta. Því munum við sitja hjá við meðferð málsins.