Sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.

Miðvikudaginn 02. maí 2001, kl. 11:37:58 (7106)

2001-05-02 11:37:58# 126. lþ. 116.6 fundur 707. mál: #A sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.# frv., 708. mál: #A fjarskipti# (skilyrði rekstrarleyfis) frv., MS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur, 126. lþ.

[11:37]

Magnús Stefánsson (andsvar):

Herra forseti. Það var margt sem kom fram í ræðu hv. þm. sem vert væri að ræða en það var fyrst og fremst eitt atriði sem fram kom í fyrri hluta ræðunnar sem mig langar að spyrja frekar út í og það var að hv. þm. færði sem rök fyrir því að skilja ætti grunnnetið frá við þessa sölu að einokun Símans væri lögvernduð.

Ég spyr hv. þm.: Telur hann að í gildandi fjarskiptalögum og reglum um afnám einokunar ríkisins og um opnun samkeppni frá 1. jan. 1998 felist lögvernduð einokun Símans á þessu sviði?