Sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.

Miðvikudaginn 02. maí 2001, kl. 12:35:46 (7118)

2001-05-02 12:35:46# 126. lþ. 116.6 fundur 707. mál: #A sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.# frv., 708. mál: #A fjarskipti# (skilyrði rekstrarleyfis) frv., LB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur, 126. lþ.

[12:35]

Lúðvík Bergvinsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ekkert í lagaumhverfinu hefur breyst frá því að hv. þm. gaf út þessa yfirlýsingu til dagsins í dag.

Af því hv. þm. vitnaði til Microsoft-ástands er rétt að halda því til haga að bandarísku samkeppnislögin, bandarísku eftirlitsaðilarnir, eru miklum mun þróaðri, þroskaðri, hafa betri möguleika á því að vinna samkeppni framgang en nokkurn tímann hér. Af því þetta Microsoft-ástand verður til í því lagaumhverfi og við erum að tala hér um allt annað og veikara lagaumhverfi spyr ég: Hvernig í veröldinni getur hv. þm. sett allt sitt traust á það að löggjöf okkar sem er um margt veik takist það sem bandarísku löggjöfinni tókst ekki?