Sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.

Miðvikudaginn 02. maí 2001, kl. 12:52:42 (7131)

2001-05-02 12:52:42# 126. lþ. 116.6 fundur 707. mál: #A sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.# frv., 708. mál: #A fjarskipti# (skilyrði rekstrarleyfis) frv., ÁSJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur, 126. lþ.

[12:52]

Árni Steinar Jóhannsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er þeirrar skoðunar að um nákvæmlega sömu aðstæður sé að ræða. Þetta er lítið samfélag og málið snýst um þjónustu við landið allt, stoðkerfi sem er mjög mikilvægt á Íslandi, í fámenni og stóru landi.

Við erum þegar farin að upplifa að svokallaðir samkeppnisaðilar Landssímans eru farnir að tapa fé. Eru menn svo einfaldir hér í þessum sölum að þeir haldi í raun og veru að við komum ekki til með að borga brúsann á nákvæmlega sama hátt, þegar til lengri tíma er litið, og gerst hefur í fluginu? Auðvitað borgum við. Í svo litlu landi er kannski verið að fjárfesta í tvöfaldri, þrefaldri flutningsgetu, miðað við það sem þjóðin þarf á að halda. Innan örfárra missira byrjar landinn að borga brúsann. Hvað segir hv. þm. um þessar áhyggjur?