Sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.

Miðvikudaginn 02. maí 2001, kl. 15:00:04 (7150)

2001-05-02 15:00:04# 126. lþ. 116.6 fundur 707. mál: #A sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.# frv., 708. mál: #A fjarskipti# (skilyrði rekstrarleyfis) frv., JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur, 126. lþ.

[15:00]

Jón Bjarnason (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. finnst greinilega allt í lagi að flokka þjóðina og ber fyrir sig einhverjum alþjóðlegum stöðlum í því sambandi.

Ég legg áherslu á að Ísland sé allt eitt þjónustusvæði og þegar um alþjónustu er að ræða eigi ekki að vera að velta fyrir sér hvort þjónustan sé dýrari á Þórshöfn á Langanesi eða á Kópavogshálsinum. Það er sama fólkið, sömu Íslendingarnir, sem búa þar og þjónustan sem á að veita á landsvísu eigi að flokkast sem slík og það sé óheimilt að flokka hana eftir landsvæðum eða öðru slíku. Það eru sömu Íslendingarnir hvort sem þeir búa á Snæfellsnesi eða í Kópavogi.