Sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.

Miðvikudaginn 02. maí 2001, kl. 16:27:16 (7159)

2001-05-02 16:27:16# 126. lþ. 116.6 fundur 707. mál: #A sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.# frv., 708. mál: #A fjarskipti# (skilyrði rekstrarleyfis) frv., MS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur, 126. lþ.

[16:27]

Magnús Stefánsson (andsvar):

Herra forseti. Mér finnst það bera vitni um málefnafátækt vinstri grænna að bera það á borð að aðrir hv. þingmenn fari með bull. Ég leyfi mér að mótmæla því að svo sé og hvet menn til að ræða þessi mál málefnalegar.

Ég hef aldrei haldið því fram að framþróun Landssímans stöðvist ef hann er ekki einkavæddur. Það er ekki rétt. Það hefur hvergi komið fram í máli mínu að svo sé og ég mótmæli því þeirri ályktun sem hv. þm. dregur af málflutningi mínum hér.

En að öðru leyti eru vinstri grænir mjög uppteknir af því að ræða um framsóknarmenn. Til að eyða óvissunni get ég sagt hv. þm. að ég hef ekkert breytt um skoðun í þessu máli persónulega, svo að það komi nú hér fram. Ég hef verið þeirrar skoðunar lengi að það eigi að ganga þessa götu eins og lagt er til hér.