Sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.

Miðvikudaginn 02. maí 2001, kl. 16:57:35 (7172)

2001-05-02 16:57:35# 126. lþ. 116.6 fundur 707. mál: #A sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.# frv., 708. mál: #A fjarskipti# (skilyrði rekstrarleyfis) frv., JÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur, 126. lþ.

[16:57]

Jóhann Ársælsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Hv. þm. er á annarri skoðun en Samfylkingin í því að við viljum undanskilja grunnnetið en hann færði fram einhver sterkustu rök sem hafa verið viðhöfð hér í dag fyrir því hvers vegna ástæða væri til að undanskilja grunnnetið. Hann sagði nefnilega að ef grunnnetið væri tekið undan Landssímanum, þá væri það eins og ætla að selja vélarlausan bíl. Það er nefnilega þannig, hæstv. forseti, að hinir hafa þá enga vél í bílum sínum. Þeir þurfa að ýta. Eini aðilinn sem hefur vél í bílnum er þá Síminn og hv. þm. virðist telja að það sé bara ágætissamkeppnisumhverfi að þeir ýti bílum sínum sem eiga að keppa við Símann en hann hafi hina öflugu vél og eins og hann lýsti fyrirtækinu, gífurlega sterku fyrirtæki á markanum. Hann sagði líka að þau yrðu aldrei mörg. Auðvitað verða þau aldrei mörg ef samkeppnisumhverfið verður með þeim hætti að aðrir aðilar hafa ekki vél í bílum sínum.

Herra forseti. Ég óska eftir því að hv. þm. svari því hvers konar samkeppnisumhverfi hann er að lýsa.