Utandagskrárumræða um gengisþróun

Miðvikudaginn 02. maí 2001, kl. 21:24:51 (7224)

2001-05-02 21:24:51# 126. lþ. 116.97 fundur 509#B utandagskrárumræða um gengisþróun# (um fundarstjórn), SJS
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur, 126. lþ.

[21:24]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Hv. þm. Jón Bjarnason bar hér fram ósk áðan til hæstv. forseta um að þeirri utandagskrárumræðu um stöðuna í efnahagsmálum, gengismálum og hvað varðar verðbólguhorfur sem hv. þm. bað um fyrir tveimur dögum yrði fyrir komið hér á þingfundi á morgun.

Með hliðsjón af því alvarlega ástandi sem uppi er og skapast hefur, ekki síst í dag í þessum efnum, vil ég inna hæstv. forseta eftir því hvort ekki sé hægt að haga þannig fundahaldi á morgun að það megi koma hér við, þó ekki væri nema hálftíma utandagskrárumræðu, minna má það nú varla vera eins og ástandið er, um stöðuna í efnahagsmálum þar sem hæstv. forsrh. gæti orðið til svara.