EES-samstarfið

Miðvikudaginn 09. maí 2001, kl. 10:31:05 (7236)

2001-05-09 10:31:05# 126. lþ. 117.2 fundur 720. mál: #A EES-samstarfið# fsp. (til munnl.) frá utanrrh., GE
[prenta uppsett í dálka] 117. fundur, 126. lþ.

[10:31]

Gísli S. Einarsson:

Virðulegur forseti. Ég tek undir áhyggjur vegna þeirrar misvísunar sem er á milli stjórnarflokkanna um þessi mál. Það er ósköp eðlilegt að þetta sé að fara í þennan farveg vegna þess að þegar EES-samningurinn var gerður voru átta aðildarlönd EFTA-megin en eru aðeins orðin þrjú eftir. Það er því meira mál að halda utan um þetta en kannski sýnist. En það er fyllsta ástæða til þeirrar spurninga sem hv. þm. Rannveig Guðmundsdóttir hefur spurt hér.

Eins og ég sagði áðan áttu Ísland og hin EFTA-löndin í upphafi góða aðkomu að málum. Þetta þekki ég í gegnum setu í EFTA-nefndinni. Við áttum góða aðkomu að málum sem varða samskipti á flestum sviðum sem samningurinn um EES tekur til. En staðan er orðin sú að Noregi og Íslandi er nánast vísað frá umfjöllun í sumum málum, t.d. sjávarútvegsmálum, eins og fram hefur komið.

Þess vegna tel ég fyllstu ástæðu til að skerpa á þessum málum og þakka fyrirspurnina.