Tilraunaverkefnið "Atvinna með stuðningi"

Miðvikudaginn 09. maí 2001, kl. 12:06:26 (7271)

2001-05-09 12:06:26# 126. lþ. 117.9 fundur 701. mál: #A tilraunaverkefnið "Atvinna með stuðningi"# fsp. (til munnl.) frá félmrh., félmrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 117. fundur, 126. lþ.

[12:06]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson):

Herra forseti. Ég tel að það sé ekki lítill árangur að 200 manns í Reykjavík og á Reykjanesi séu í störfum vegna þessarar stefnu eða þessarar aðferðafræði. Mér er tjáð af mönnum sem vit hafa á að hægt sé að gera verulega betur en gert hefur verið, það gefur augaleið, þetta er einungis bundið við tvö kjördæmi eða tvö svæði, tvær svæðisskrifstofur. Það er hægt að færa þetta út með skipulegri hætti um allt land. Að vísu er í gangi starfsemi víða um land og við höfum t.d. veitt fyrirtækjum viðurkenningu fyrir að ráða til sín fatlaða starfsmenn í talsverðum mæli. En þetta er starfsemi sem hefur lukkast vel og sjálfsagt er að halda áfram. Vinnumálastofnun mun beita sér í þessu máli þegar þar að kemur, þegar þetta verkefni er formlega komið til hennar.