Hátæknisjúkrahús

Miðvikudaginn 09. maí 2001, kl. 12:26:26 (7278)

2001-05-09 12:26:26# 126. lþ. 117.11 fundur 608. mál: #A hátæknisjúkrahús# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., ÞKG
[prenta uppsett í dálka] 117. fundur, 126. lþ.

[12:26]

Þorgerður K. Gunnarsdóttir:

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Rannveigu Guðmundsdóttur sérstaklega fyrir að hafa vakið máls á þessu atriði. Það hefur óneitanlega komið til umræðu, sérstaklega framtíð þess lands og spítalans sem við eigum á Vífilsstöðum, þess góða spítala í Garðabæ.

Vissulega er rétt að horfa til framtíðar og huga vel að öllum kostum sem kunna að bjóðast. Mér fannst ég greina í orðum ráðherrans áðan fremur neikvætt viðhorf til þess að byggja upp frekari sjúkrahússtarfsemi á Vífilsstöðum. Mig langar að fá skýrari svör hvað það varðar og ég hvet hæstv. ráðherra til að huga vel að öllum kostum, þar með Vífilsstöðum, þegar litið er til framtíðar. Ég vil ítreka að það er mjög áhugaverður kostur að byggja þar upp þessa hátæknistarfsemi.