Hátæknisjúkrahús

Miðvikudaginn 09. maí 2001, kl. 12:27:35 (7279)

2001-05-09 12:27:35# 126. lþ. 117.11 fundur 608. mál: #A hátæknisjúkrahús# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., ÞBack
[prenta uppsett í dálka] 117. fundur, 126. lþ.

[12:27]

Þuríður Backman:

Herra forseti. Ég þakka fyrir þessa fyrirspurn og svör ráðherra. Hann lét það koma fram að það eru ekki byggingarnar einar sér heldur starfsemin sem þar fer fram sem mestu skiptir.

Nú er verið að endurskipuleggja þetta stóra og mikla sjúkrahús, Landspítala --háskólasjúkrahús. Ég vona að í þeirri endurskipulagningu verði tekið tillit til þess að víða um land eru starfsmenn og stofnanir sem geta bætt við sig vinnu, hafa þekkingu til þess auk þess sem þörf er á aukinni þjónustu á landsbyggðinni. Æskilegt væri að það yrði sett í forgang fremur en að láta undan þrýstingi og horfa eingöngu á byggingarnar sem slíkar. En auðvitað verður líka að búa starfseminni gott húsnæði.