Lagaheimild til að skylda sakborninga til dvalar á meðferðarstofnun

Miðvikudaginn 09. maí 2001, kl. 12:42:58 (7284)

2001-05-09 12:42:58# 126. lþ. 117.12 fundur 617. mál: #A lagaheimild til að skylda sakborninga til dvalar á meðferðarstofnun# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., RG
[prenta uppsett í dálka] 117. fundur, 126. lþ.

[12:42]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Herra forseti. Ég vil sérstaklega þakka þessa fyrirspurn og svar ráðherrans. Ég verð að viðurkenna að það kemur mér á óvart. Ég býst við að ég hafi átt von á að fleiri tilfelli ungra neytenda ættu þarna í hlut. Það hlýtur að vera mjög brýnt og afskaplega þýðingarmikið að við leitum allra leiða til þess, þegar ungt fólk á í hlut, að kalla eftir meðferð af öllu tagi og hjálpa fólki á rétta braut.

Þá vakna spurningar um hvort hugsanlegt sé að okkur vanti úrræði í þessum tilfellum. Ráðherrann nefnir að mikilvægt sé að einstaklingur fari sjálfviljugur í meðferð. En það hlýtur að vera að flestir kjósi fremur meðferð en t.d. fangelsi og þetta hlýtur að þykja nokkuð vænlegur kostur þegar í óefni er komið.

Ég vil sérstaklega þakka að ráðherra skyldi fara svo ítarlega yfir þetta og ber fram þessar spurningar.