Framsal sakamanna

Miðvikudaginn 09. maí 2001, kl. 14:13:36 (7305)

2001-05-09 14:13:36# 126. lþ. 118.5 fundur 453. mál: #A framsal sakamanna# (Schengen-samstarfið) frv. 45/2001, Frsm. ÞKG
[prenta uppsett í dálka] 118. fundur, 126. lþ.

[14:13]

Frsm. allshn. (Þorgerður K. Gunnarsdóttir):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. frá hv. allshn. um frv. til laga um breytingu á lögum um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum.

Í frv. er að finna nauðsynlegar breytingar á lögum um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum vegna þátttöku Íslands í Schengen- samstarfinu.

Breytingarnar lúta annars vegar að gagnkvæmri réttaraðstoð við sendingu og afhendingu málsskjala í sakamálum og hins vegar réttarstöðu embættismanna frá öðrum ríkjum með tilliti til refsiverðra verknaða sem beinast að þeim eða þeir fremja sjálfir.

Mælir nefndin með því að frv. verði samþykkt óbreytt.