Nefndarfundir á þingfundatíma

Miðvikudaginn 09. maí 2001, kl. 18:02:22 (7332)

2001-05-09 18:02:22# 126. lþ. 118.93 fundur 516#B nefndarfundir á þingfundatíma# (um fundarstjórn), ÖJ
[prenta uppsett í dálka] 118. fundur, 126. lþ.

[18:02]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Ég þakka fyrir þessar upplýsingar. Þá vil ég vekja athygli á því að boðað hefur verið til þingfundar í fyrramálið kl. 10 en jafnframt hefur verið boðað til fundar í samgn. þingsins kl. 10, á sama tíma. Fjórir dagskrárliðir eru á dagskrá. Fjalla á um frumvörp sem eru yfirgripsmikil og gestir hafa verið boðaðir á fund nefndarinnar. Ég vil beina þeirri spurningu til hæstv. forseta hvor kosturinn verður valinn, að fresta þingfundi eða fundi samgn.