Stofnun hlutafélags um Orkubú Vestfjarða

Miðvikudaginn 09. maí 2001, kl. 18:22:44 (7344)

2001-05-09 18:22:44# 126. lþ. 118.8 fundur 480. mál: #A stofnun hlutafélags um Orkubú Vestfjarða# frv. 40/2001, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 118. fundur, 126. lþ.

[18:22]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ég hef ekki heyrt af þessari bókun fyrr og hún kemur mér dálítið í opna skjöldu. Ég styð frv. eftir sem áður vegna þess að verið er að breyta sameignarfélagi í hlutafélag og ég held að það sé jákvætt. Síðan kann ég að hafa athugasemdir við þá framkvæmd ríkisstjórnarinnar sem hv. þm. las hér upp. Það er einu sinni þannig að ríkisstjórnin gerir marga hluti og maður styður sumt og sumt ekki. Maður styður ríkisstjórnina í heild sinni ef hún gerir meira gott en slæmt. Þannig er það nú. Það er alltaf eitthvað í ríkisstjórninni, þetta er samsteypustjórn, það er mjög margt í ríkisstjórninni sem ég hef athugasemdir við, herra forseti, og styð ekki. Ég hef meira að segja greitt atkvæði gegn stjfrv. nokkrum sinnum við lítinn fögnuð stjórnarandstöðunnar sem vill endilega reka mig inn í flokksaga. En þegar ég styð ríkisstjórn þá er það vegna þess að ég tel að hún sé að gera miklu meira gott en hún gerir slæmt.