Stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands

Fimmtudaginn 10. maí 2001, kl. 12:51:01 (7356)

2001-05-10 12:51:01# 126. lþ. 119.5 fundur 521. mál: #A stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands# (sala hlutafjár ríkissjóðs) frv. 70/2001, Frsm. 2. minni hluta ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 119. fundur, 126. lþ.

[12:51]

Frsm. 2. minni hluta efh.- og viðskn. (Ögmundur Jónasson) (andsvar):

Herra forseti. Þetta er málflutningur sem við erum orðin vel kunnug á Alþingi. Hv. þm. Pétur H. Blöndal hefur margoft sagt okkur að hagur bankanna hafi vænkast mjög í seinni tíð eftir að þeir voru gerðir að hlutafélögum og rakti hagnað þeirra og hagsæld þar innan veggja til breytts rekstrarforms.

Herra forseti. Nú hefur það gerst að markaðsverðmæti bankanna tveggja, Landsbankans og Búnaðarbankans, hefur rýrnað um 5 milljarða kr. frá því í ársbyrjun eða um 11%. Engin breyting hefur orðið á rekstrarformi. Hins vegar hafa orðið breytingar á aðstæðum í efnahagslífinu og í þjóðfélaginu þannig að ég vísa þessum einfeldningslegu alhæfingum sem nú koma frá hv. þm., og við höfum reyndar heyrt oft áður, algerlega á bug.