Eigendur virkra eignarhluta í fjármálafyrirtækjum

Fimmtudaginn 10. maí 2001, kl. 22:56:31 (7451)

2001-05-10 22:56:31# 126. lþ. 119.6 fundur 522. mál: #A eigendur virkra eignarhluta í fjármálafyrirtækjum# (breyting ýmissa laga) frv. 69/2001, ÖJ
[prenta uppsett í dálka] 119. fundur, 126. lþ.

[22:56]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Ég kom hingað í pontu fyrst og fremst til að gera játningu og færa fram mjög einlægar þakkir. Játningin er sú að það er rétt hjá hv. þm. Pétri H. Blöndal að ég er hlutabréfaeigandi. Upphæð bréfsins er 200 kr. í Landsbanka Íslands. Gefandi er hv. þm. Pétur H. Blöndal sem kvaðst vera orðinn þreyttur á því að hlusta á mál mitt og gagnrýni á hlutabréfaeigendur og vildi gera mig einn af þeim þannig að ég yrði í þeirra hópi. Ég ætla að færa honum síðbúnar þakkir fyrir þessa gjöf.