Tilhögun þingfundar

Föstudaginn 11. maí 2001, kl. 10:00:42 (7458)

2001-05-11 10:00:42# 126. lþ. 120.92 fundur 526#B tilhögun þingfundar#, Forseti GuðjG
[prenta uppsett í dálka] 120. fundur, 126. lþ.

[10:00]

Forseti (Guðjón Guðmundsson):

Atkvæðagreiðslur verða klukkan hálftvö að loknu hádegishléi, en hlé verður gert milli klukkan hálfeitt og hálftvö. Að loknum atkvæðagreiðslum verður settur nýr fundur og þess freistað að ljúka afgreiðslu nokkurra mála. Ekki er áformaður kvöldfundur, en þingfundur gæti staðið fram í kvöldmatartímann. Líklegt er að atkvæðagreiðslur um vísun mála til nefnda þurfi að fara fram síðdegis eða við fundarlok.