Tollalög

Föstudaginn 11. maí 2001, kl. 11:58:19 (7505)

2001-05-11 11:58:19# 126. lþ. 120.24 fundur 683. mál: #A tollalög# (vörur frá fátækustu þróunarríkjum) frv. 85/2001, Frsm. VE
[prenta uppsett í dálka] 120. fundur, 126. lþ.

[11:58]

Frsm. efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson):

Virðulegi forseti. Ég mæli hér fyrir nál. og brtt. frá efh.- og viðskn. vegna frv. til laga um breyting á tollalögum.

Mál þetta snýst um að hægt sé að fella niður tolla frá tilteknum ríkjum. Þau ríki eru í hópi fátækustu þróunarríkja í heiminum. Þetta er liður í alþjóðlegri viðleitni til að bæta stöðu þessara ríkja.

Nefndin gerir tillögu til breytingar á frv. í tveimur liðum. Aðallega felst breytingin í því að búinn verði til viðauki við lögin þar sem þessi ríki séu talin upp. Með þessari breytingu leggur nefndin til að frv. verði samþykkt.