Lífeyrissjóður bænda

Föstudaginn 11. maí 2001, kl. 11:59:31 (7506)

2001-05-11 11:59:31# 126. lþ. 120.25 fundur 684. mál: #A Lífeyrissjóður bænda# (iðgjald) frv. 66/2001, Frsm. VE
[prenta uppsett í dálka] 120. fundur, 126. lþ.

[11:59]

Frsm. efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson):

Virðulegi forseti. Ég mæli hér fyrir nál. frá efh.- og viðskn vegna frv. til laga um breyting á lögum um Lífeyrissjóð bænda. Nefndin hefur fjallað um þetta mál og sent það til umsagnaraðila sem getið er á þskj. 1218.

Nefndin gerir smávægilegar tillögur um breytingar á málinu. Þær eru fyrst og fremst tæknilegs eðlis og ganga út á að innheimtan sem á að koma til í Lífeyrissjóði bænda verði skilvirkari og skýrari en gert er ráð fyrir í frv.