Virðisaukaskattur

Föstudaginn 11. maí 2001, kl. 12:05:47 (7509)

2001-05-11 12:05:47# 126. lþ. 120.27 fundur 686. mál: #A virðisaukaskattur# (hópferðabifreiðar) frv. 57/2001, Frsm. VE
[prenta uppsett í dálka] 120. fundur, 126. lþ.

[12:05]

Frsm. efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nál. frá efh.- og viðskn. um frv. til laga um breyting á lögum um virðisaukaskatt.

Nefndin sendi málið til umsagnar nokkurra aðila og ræddi það og leggur til breytingu á frv. í ljósi þeirra umræðna sem fram fóru. Breytingin er fyrst og fremst tæknilegs eðlis og gengur út á það að sú skilgreining sem er í frv. á svokölluðum EURO2-aflvélum verði opnari og fylgi þeim staðli sem gildir hjá Evrópusambandinu á hverjum tíma.

Með þessari breytingu leggur nefndin til að frv. verði samþykkt.