Virðisaukaskattur

Föstudaginn 11. maí 2001, kl. 12:12:48 (7513)

2001-05-11 12:12:48# 126. lþ. 120.27 fundur 686. mál: #A virðisaukaskattur# (hópferðabifreiðar) frv. 57/2001, Frsm. VE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 120. fundur, 126. lþ.

[12:12]

Frsm. efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mér þykir leitt ef það hefur farið fram hjá hv. þm. í starfi nefndarinnar að tekin var ákvörðun um það að breyta ekki dagsetningunni, sú ákvörðun var tekin í samráði við fulltrúa fjmrn. sem voru þá á fundinum. Ein af röksemdunum sem fram komu fyrir því að nota þessa dagsetningu, 1. september, var sú að þessi dagsetning markaði lok ferðamannavertíðar og eðlilegt væri að miða við þann tímapunkt, upphaf og lok ferðamannavertíðar varðandi ... (JóhS: Eru þetta margar bifreiðar?) Ég hef sjálfur ekki upplýsingar um það nákvæmlega hversu margar bifreiðar gætu bæst við ef dagsetning væri færð fram en þær munu vera allnokkrar. Ég ræddi þetta mál við fjmrh. eftir að málið var komið inn í þingið og eftir að nefndarstörfum var lokið, og hugmyndir um breytingar á þessu máli og þá taldi hann ekki rétt að gera það þannig að ekki hefur náðst samstaða við hann um þá breytingu.

Hvað verður skal ég ekki segja en það er velkomið að þetta mál bíði og geti þess vegna farið inn í nefndina aftur milli 2. og 3. umr. ef það mundi eitthvað liðka til hjá hv. þm. að komast að málinu aftur í nefnd.