Aukatekjur ríkissjóðs

Föstudaginn 11. maí 2001, kl. 12:23:30 (7518)

2001-05-11 12:23:30# 126. lþ. 120.28 fundur 687. mál: #A aukatekjur ríkissjóðs# (starfsemi utanríkisþjónustu o.fl.) frv. 59/2001, Frsm. meiri hluta VE
[prenta uppsett í dálka] 120. fundur, 126. lþ.

[12:23]

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson):

Virðulegi forseti. Ég mæli hér fyrir nál. frá meiri hluta efh.- og viðskn. vegna frv. til laga um breyting á lögum um aukatekjur ríkissjóðs.

Mál þetta var rætt í nefndinni og var sent til umsagnar. Ýmsir komu á fund nefndarinnar svo sem getið er um á þskj. 1221.

Meiri hluti nefndarinnar leggur til eina breytingu sem er fyrst og fremst tæknilegs eðlis og eins til skýringar á því sem stendur í frv. um aðgangsskírteini að Keflavíkurflugvelli. Þar er að sjálfsögðu átt við aðgangsheimild að varnarsvæðum Keflavíkurflugvallar.

Þetta gengur annars vegar út á að hreinsa upp þar sem gjöld hafa verið lögð á með reglugerð en samkvæmt stjórnarskrárákvæðum þarf að vera skýr lagaheimild fyrir gjaldtöku. Hins vegar er verið að samræma gjaldtöku vegna útlendinga sem óska eftir vegabréfsáritun til Íslands og þar með til annarra landa innan Schengen-svæðisins.

Þetta er í stórum dráttum efni frv., hæstv. forseti. Ég hef gert grein fyrir breytingunni sem meiri hluti nefndarinnar leggur til auk þess að frv. þetta verði samþykkt með þeirri breytingu.