Viðskiptabankar og sparisjóðir

Föstudaginn 11. maí 2001, kl. 13:51:47 (7527)

2001-05-11 13:51:47# 126. lþ. 120.3 fundur 567. mál: #A viðskiptabankar og sparisjóðir# (breyting sparisjóðs í hlutafélag) frv. 71/2001, JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 120. fundur, 126. lþ.

[13:51]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Þessi málsgrein fjallar um það að starfandi sparisjóðum verður veitt heimild til að breyta rekstrarformi sínu í hlutafélag. Þingmenn Samfylkingarinnar eru því hlynntir enda er mikilvægt að sparisjóðirnir hafi þennan möguleika samfara miklum breytingum sem orðið hafa á fjármálamarkaðnum. Hins vegar eru verulegir annmarkar á aðferðinni og útfærslunni við þessa breytingu sem fram koma í seinni mgr. 3. gr. og við munum því sitja hjá við þær málsgreinar. En við flytjum sérstaka brtt. sem kemur til atkvæðagreiðslu síðar á þessum fundi og felur einmitt í sér það sem við höfum gagnrýnt út frá viðskiptalegum sjónarmiðum og almannahagsmunum að núverandi stofnfjáreigendur fá mikil völd í krafti tiltölulega lítils eignarhluta. Um það flytjum við brtt., ásamt fleirum síðar á þessum fundi, sem lúta skattalegri meðferð að því er varðar framlög stofnfjáreigenda og fleiri atriði að því er varðar skattalega meðferð. Ég segi já.