Viðskiptabankar og sparisjóðir

Föstudaginn 11. maí 2001, kl. 13:54:52 (7529)

2001-05-11 13:54:52# 126. lþ. 120.3 fundur 567. mál: #A viðskiptabankar og sparisjóðir# (breyting sparisjóðs í hlutafélag) frv. 71/2001, JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 120. fundur, 126. lþ.

[13:54]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Með þessari tillögu er verið að fella brott það ákvæði í frv. sem lýtur að því að sjálfseignarstofnanir verði undanþegnar tekju- og eignarskatti sem ríkisskattstjóri hefur m.a. gagnrýnt verulega. Í staðinn er sett inn ákvæði um að Fjármálaeftirlitið hafi eftirlit með starfsemi sjálfseignarstofnana samkvæmt þessum lögum sem er auðvitað eðlilegt vegna þess að ef þetta er ekki samþykkt þá mun Fjármálaeftirlitið verða undanþegið því að hafa eftirlit með þessum sjálfseignarstofnum sem munu fá mikið af eigin fé sparisjóðanna til umráða. Þess vegna er þetta eðlileg tillaga og ég segi já við henni.