Tollalög

Föstudaginn 11. maí 2001, kl. 14:40:57 (7538)

2001-05-11 14:40:57# 126. lþ. 120.47 fundur 731. mál: #A tollalög# (grænmetistegundir) frv. 86/2001, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 120. fundur, 126. lþ.

[14:40]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Fyrir nokkru var gerð breyting á 40. gr. stjórnarskrárinnar þess efnis, eins og þar segir, með leyfi herra forseta:

,,Engan skatt má á leggja né breyta né af taka nema með lögum.``

Síðan hafa menn verið að gera ýmsa lagahreinsun til að taka út ýmis lög sem hafa heimilað skattlagningu eða gjaldtöku án laga. Spurning mín til hæstv. fjmrh. er sú hvort verið geti að þetta frv., ef að lögum verður, sem felur það í hendur eins manns, sem er reyndar hæstv. landbrh., að ákvarða um skatta á landbúnaðarvörur, taka þá af eða setja þá á, fái staðist í ljósi þessarar breytingar á stjórnarskránni og hvort ekki sé ástæða til að skoða þetta frv. og athuga hvort það standist stjórnarskrána.