Tollalög

Föstudaginn 11. maí 2001, kl. 17:00:49 (7571)

2001-05-11 17:00:49# 126. lþ. 120.47 fundur 731. mál: #A tollalög# (grænmetistegundir) frv. 86/2001, ÞBack (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 120. fundur, 126. lþ.

[17:00]

Þuríður Backman (andsvar):

Herra forseti. Mig langar til að fá að heyra skoðun hv. þm. Péturs H. Blöndals á stöðu íslenskra garðyrkjubænda og hvort hann telji það einhvers virði að hér séu íslenskir bændur yfirleitt og af því að við erum að tala um garðyrkjubændur núna: Telur hann það einhvers virði fyrir íslenska þjóð og efnahagslíf að hér séu starfandi garðyrkjubændur? Telur hann að þeir séu í aðstöðu til að fara í samkeppni við innfluttar vörur vegna legu landsins, erfiðari skilyrði og það að landbúnaðarframleiðsla er niðurgreidd með ýmsu móti erlendis?