Tollalög

Föstudaginn 11. maí 2001, kl. 17:03:35 (7573)

2001-05-11 17:03:35# 126. lþ. 120.47 fundur 731. mál: #A tollalög# (grænmetistegundir) frv. 86/2001, ÞBack (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 120. fundur, 126. lþ.

[17:03]

Þuríður Backman (andsvar):

Herra forseti. Íslenskir bændur eru stoltir af framleiðslu sinni og mega vera það. En það er ekki nóg. Það er heldur ekki nóg að hafa frelsi ef maður keppir ekki á jafnréttisgrundvelli. Það er auðvelt að flytja hingað inn til landsins vörur, jafnvel undir kostnaðarverði. Grænmeti getum við aldrei ræktað jafnódýrt og þar sem hlýrra loftslag er og sprettan betri. Hér eru erfiðari skilyrði og blóm ræktum við ekki nema með rafmagni eða kyndingu. Er það gert á jafnréttisgrundvelli ef íslenskir garðyrkjubændur þurfa að nota rafmagn til framleiðslunnar meðan sólin og veðurfarið dugar erlendis? Ég get ekki séð að frelsið eitt og sér dugi og því þarf annað að koma til. Því vil ég spyrja: Hvað annað en frelsið á að duga til að jafna samkeppnisstöðu íslenskra grænmetisbænda?