Almannatryggingar og félagsleg aðstoð

Föstudaginn 11. maí 2001, kl. 19:13:00 (7603)

2001-05-11 19:13:00# 126. lþ. 120.48 fundur 732. mál: #A almannatryggingar og félagsleg aðstoð# (grunnlífeyrir, tekjutryggingarauki, frítekjumark o.fl.) frv. 93/2001, ÁMöl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 120. fundur, 126. lþ.

[19:13]

Ásta Möller (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að við ættum að fara yfir þessar tölur á morgun en ég treysti mjög vel þeim upplýsingum sem komu frá fulltrúum heilbrrn. Þetta eru fulltrúar sem eru fulltrúar okkar í þessari norrænu nefnd, NOSOSKO-nefndinni, þar sem þeir leitast við að bera saman sambærilegar tölur þó það heiti mismunandi nöfnum á milli landa. Þar kom alveg skýrt fram að íslenskir lífeyrisþegar sem þurftu alfarið að reiða sig á stuðning almannatryggingakerfisins komu betur út --- ekki miklu betur en betur en aðrir. Við skulum hætta þessari þrætubókarlist hérna. Við náum ekki niðurstöðu í málum í þessum stól heldur verðum við að skoða þetta með tölurnar fyrir framan okkur. Ég er alveg tilbúin að gera það eina ferðina enn. Við gerðum það í janúar. En ég á ekki von á því að ná sameiginlegri niðurstöðu með hv. þm. því að hún kemur yfirleitt með aðrar tölur en opinberar tölur frá einhverjum, gripið einhvers staðar frá, því miður.