Frumvarp um lög á verkfall sjómanna

Laugardaginn 12. maí 2001, kl. 17:41:23 (7616)

2001-05-12 17:41:23# 126. lþ. 121.92 fundur 538#B frumvarp um lög á verkfall sjómanna# (aths. um störf þingsins), ÁRJ
[prenta uppsett í dálka] 121. fundur, 126. lþ.

[17:41]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Ég held að tímabært sé að hæstv. forseti svari þeim spurningum sem hafa komið hér fram og ég vil mótmæla þeim vinnubrögðum við störf þingsins sem birtust nú kl. 16.45 í dag þegar hv. heilbr.- og trn. var við störf að fjalla um almannatryggingafrv. það sem mjög lá á af hálfu ríkisstjórnarinnar að fá afgreitt. Þá var fundur heilbr.- og trn. skyndilega stöðvaður og stjórnarliðarnir allir kallaðir út og gestir þeir sem komnir voru á fund nefndarinnar sendir heim. Það er engin framkoma af hálfu þingsins gagnvart þeim gestum sem koma hér til að ræða áríðandi þingmál að stjórnarliðarnir séu síðan kallaðir út, gestir sendir heim og síðan er ekki hægt að fá svör við því hvað sé á ferðinni. Það er fullkomin ókurteisi við þingheim, við almenning og við þá gesti sem voru á fundi heilbr.- og trn.

Ég mótmæli svona vinnubrögðum og finnst þau ekki sæmandi þinginu. Ég kalla eftir svörum frá hæstv. forseta, bæði vegna þessarar framkomu og vinnubrögðum þingnefndarinnar og sömuleiðis þeirra vinnubragða sem eru viðhöfð hér í þinginu.