Vinnubrögð við fundarboð

Mánudaginn 14. maí 2001, kl. 10:09:42 (7647)

2001-05-14 10:09:42# 126. lþ. 122.91 fundur 540#B vinnubrögð við fundarboð# (aths. um störf þingsins), Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 122. fundur, 126. lþ.

[10:09]

Forseti (Halldór Blöndal):

Ég vil minna hv. þingmenn á að sú nýbreytni var tekin upp að hafa sérstaka útbýtingarfundi til þess að þingmönnum gæfist kostur á því í tíma að kynna sér þingskjöl og mál sem lögð eru fyrir þingið en ekki þyrfti að leita sérstakra afbrigða af því að of skammur tími væri liðinn síðan þingskjali var dreift. Það er þess vegna í þágu hv. þm. að þeim berist þingskjöl í tíma. Ég man ekki eftir því áður að gagnrýni hafi komið fram um að þingmenn hafi fengið þingskjöl of fljótt í hendur.