Vinnubrögð við fundarboð

Mánudaginn 14. maí 2001, kl. 10:15:46 (7651)

2001-05-14 10:15:46# 126. lþ. 122.91 fundur 540#B vinnubrögð við fundarboð# (aths. um störf þingsins), Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 122. fundur, 126. lþ.

[10:15]

Forseti (Halldór Blöndal):

Af þessu tilefni vill forseti taka fram að það er ekki rétt hjá þingmanninum að á útbýtingarfundum sé einungis útdeilt nefndarálitum í samkomulagsmálum. Forseti veit að hv. þm. man mörg dæmi þess að t.d., svo maður haldi sig við nefndir, hefur verið útdeilt nefndarálitum í stórum og mjög umdeildum málum á útbýtingarfundum.