Kjaramál fiskimanna og fleira

Mánudaginn 14. maí 2001, kl. 10:35:39 (7663)

2001-05-14 10:35:39# 126. lþ. 122.1 fundur 737. mál: #A kjaramál fiskimanna og fleira# (breyting ýmissa laga) frv. 34/2001, sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 122. fundur, 126. lþ.

[10:35]

Sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. hefur ekki alltaf átt svona erfitt með að skilja það sem ég segi en ef hv. þm. hugsar um það sem ég sagði þá sagði ég að þeir þættir er varða verkfallið og gerðardóminn varðandi sjómennina munu augljóslega ekki þurfa að ganga fram en það væru aðrir þættir í frv. sem ekki beinlínis tengjast vinnudeilunni og síðan úrlausn annarra aðila sem ekki þarf að draga til baka þó að verkfallinu yrði aflýst. Ef hann er sérstaklega að hugsa um verkfallið og gerðardóminn þá eru svör mín alveg skýr. Jafnvel þótt einhverjir hv. þingmenn séu talsvert æstir í þessu máli ættu þeir að skilja það.