Kjaramál fiskimanna og fleira

Mánudaginn 14. maí 2001, kl. 10:45:41 (7670)

2001-05-14 10:45:41# 126. lþ. 122.1 fundur 737. mál: #A kjaramál fiskimanna og fleira# (breyting ýmissa laga) frv. 34/2001, GAK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 122. fundur, 126. lþ.

[10:45]

Guðjón A. Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Það kom þá á daginn. Ráðherra var algjörlega ljóst og hafði vissu fyrir því að frestun verkfalls með samkomulagi aðila var ekki til staðar. Hæstv. ráðherra var það ljóst enda eru lögin sem hér á að setja að ósk útgerðarmanna, með ráðleggingum útgerðarmanna og leiðbeiningum útgerðarmanna hér niðri í þingflokksherbergjum. Það er greinilegt hvernig að þessum málum er staðið. Auðvitað vilja stórútgerðarmenn ekki fá fram neina frestun. Það var akkúrat það sem ráðherrann var að upplýsa, að lægi fyrir.