Kjaramál fiskimanna og fleira

Mánudaginn 14. maí 2001, kl. 12:40:42 (7678)

2001-05-14 12:40:42# 126. lþ. 122.1 fundur 737. mál: #A kjaramál fiskimanna og fleira# (breyting ýmissa laga) frv. 34/2001, ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 122. fundur, 126. lþ.

[12:40]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Mér finnast það alvarlegar yfirlýsingar sem hér er verið að gefa úr ræðustól á Alþingi. Hér er því haldið fram að íslenskir sjómenn séu ekki verðir þess að njóta lýðræðislegra réttinda, þeim sé ekki treystandi til að fara með lýðræðisleg réttindi og að ríkisstjórnin geti af þeim sökum, vegna þess að það er hennar mat, svipt þá þessum réttindum. Því er haldið fram að það eigi að vera á forræði ríkisstjórnarinnar að svipta launafólk réttindum sem það býr við í lýðræðissamfélagi. Sé ríkisstjórnin óánægð með framgöngu sjómanna í kjaradeilu þá er hægt að svipta þá verkfallsréttinum.

Er þetta stefna Framsfl. gagnvart launafólki? Eða gildir hún aðeins gagnvart íslenskum sjómönnum? Gildir þetta gagnvart launafólki almennt? Er þetta stefnan um að hafa fólk í fyrirrúmi, að sé það mat stjórnvalda að kunni það ekki með lýðræðislegan rétt sinn að fara þá sé bara eitt að gera, að svipta fólk þeim réttindum?

Mér finnast þetta merkileg tíðindi. Mér finnst undarlegt að menn skuli leyfa sér að láta þetta út úr sér.