Kjaramál fiskimanna og fleira

Mánudaginn 14. maí 2001, kl. 13:53:10 (7688)

2001-05-14 13:53:10# 126. lþ. 122.1 fundur 737. mál: #A kjaramál fiskimanna og fleira# (breyting ýmissa laga) frv. 34/2001, KPál (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 122. fundur, 126. lþ.

[13:53]

Kristján Pálsson (andsvar):

Herra forseti. Ég viðhef nákvæmlega jafnstór orð í garð Landssambands ísl. útvegsmanna. Ég geri engan mun á þeim samtökum. Þessir aðilar tveir þurfa að ná samkomulagi, ekki bara sjómannasamtökin.

Varðandi ríkisstjórnina og yfirlýsingar frá henni þá hef ég ekki orðið var við þær yfirlýsingar að sífellt sé verið að tuða á því að það eigi að setja lög. Ég hef heyrt allt annað, þ.e. það að ekki verði gripið inn í þessa deilu. Mér hefur heyrst hæstv. sjútvrh. lýsa því margoft yfir að það stæði ekki til. Ég held að stór hluti þjóðarinnar hafi einmitt velt því fyrir sér hvers vegna var ekki búið að grípa inn í þetta miklu fyrr. Það er fjöregg þjóðarinnar sem er í húfi. Hvað getur ein ríkisstjórn beðið lengi þegar slíkt fjöregg er haft að leiksoppi?