Kjaramál fiskimanna og fleira

Mánudaginn 14. maí 2001, kl. 13:59:55 (7692)

2001-05-14 13:59:55# 126. lþ. 122.1 fundur 737. mál: #A kjaramál fiskimanna og fleira# (breyting ýmissa laga) frv. 34/2001, KPál (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 122. fundur, 126. lþ.

[13:59]

Kristján Pálsson (andsvar):

Herra forseti. Ef eitthvað grefur undan og dregur úr mætti samtaka sjómanna og vilja þeirra til þess að reyna að ná samningum þá eru það yfirlýsingar stjórnarandstöðunnar og yfirlýsingar hv. þingmanna eins og Steingríms J. Sigfússonar, sífelldar æsingaræður til þess að fá menn til að vera sem lengst í verkfalli, vera sem grimmastir og berja sem oftast í borðið og semja helst aldrei. Slíkar yfirlýsingar skipta kannski líka máli. Ég held að hv. þingmenn í minni hlutanum eigi líka að átta sig á því að stundum er hlustað á þá. Ég held að það sé kannski of mikið hlustað á hv. þingmenn í stjórnarandstöðunni (Gripið fram í.) sem tala eins og hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon. Það er hreint með ólíkindum að hlusta á þetta.