Kjaramál fiskimanna og fleira

Mánudaginn 14. maí 2001, kl. 14:04:49 (7696)

2001-05-14 14:04:49# 126. lþ. 122.1 fundur 737. mál: #A kjaramál fiskimanna og fleira# (breyting ýmissa laga) frv. 34/2001, KPál (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 122. fundur, 126. lþ.

[14:04]

Kristján Pálsson (andsvar):

Herra forseti. Ég tel mig ekki vera að standa að því að rústa samtökum sjómanna. Ég er að vara sjómannasamtökin við. Mér finnst full ástæða til að maður segi hug sinn sem fyrrverandi aðili að þessum samtökum. Hvaða skoðun maður hefur á því þegar svona hlutir gerast eins og eru að gerast hér. Þetta er mjög alvarlegt mál. Og við erum, held ég, öll sammála um að þjóðin þolir ekki að vera í svona verkfalli öllu lengur. Það er bara útilokað. Það vissu sjómenn alveg ágætlega fyrir og forustumenn þeirra. En þeir tóku kannski of mikla áhættu og drógu þetta of lengi. Ég segi: Það eru enn þá tvær vikur til stefnu og ég bið þá sem stjórna samningamálunum fyrir þessa aðila að reyna að ná sáttum. Ef það tekst er ég sannfærður um að þessi samtök eiga að geta lifað góðu lífi en ef ekki, þá getur farið illa.