Kjaramál fiskimanna og fleira

Mánudaginn 14. maí 2001, kl. 16:09:24 (7713)

2001-05-14 16:09:24# 126. lþ. 122.1 fundur 737. mál: #A kjaramál fiskimanna og fleira# (breyting ýmissa laga) frv. 34/2001, GAK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 122. fundur, 126. lþ.

[16:09]

Guðjón A. Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Finnst hv. þm. þá ásættanlegt að gera málin þannig úr garði í hv. Alþingi að framtíðin sem þessari stétt er boðið upp á sé skuldbinding í fjögur og hálft ár við hluti sem hún er algerlega ósátt við, bæði eins og kjarasamning vélstjóranna og þess að tekið sé mið af honum í gerðardómnum, m.a. með tilliti til samningstímans eins og kemur fram í greinargerð með frv.? Er þetta ásættanlegur málatilbúnaður?