Kjaramál fiskimanna og fleira

Mánudaginn 14. maí 2001, kl. 16:10:22 (7714)

2001-05-14 16:10:22# 126. lþ. 122.1 fundur 737. mál: #A kjaramál fiskimanna og fleira# (breyting ýmissa laga) frv. 34/2001, ÁJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 122. fundur, 126. lþ.

[16:10]

Árni Johnsen (andsvar):

Herra forseti. Kjarasamningur vélstjóra er aðeins einn af útgangspunktum sem gerðardómi er ætlað að miða við og enginn getur sagt það enn þá að niðurstaða kjaradóms verði ekki eitthvað sem aðilum málsins muni líka og þeir verða tiltölulega sáttir við. Maður reiknar aldrei með í kjaramálum og kjarasamningum að allir séu sáttir. En það er trú mín að með þessari uppsetningu frv. sem hæstv. sjútvrh. hefur gert sé mjög faglega að verki staðið. Safnað er saman öllum þáttum sem eru mjög erfiðir í þessu máli sem engin lausn er til á og engin í sjónmáli. Það er trú mín að það muni láta gott af sér leiða og skapi nýja möguleika í samningum sjómannastéttanna í framtíðinni.